Körfubolti

Arenas farinn í fangelsi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arenas eftir dómsuppkvaðninguna á dögunum.
Arenas eftir dómsuppkvaðninguna á dögunum.

Körfuboltamaðurinn Gilbert Arenas hóf í nótt afplánun í fangelsi vegna byssumálsins svokallaða en Arenas var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards.

Arenas verður í tvo daga í alvöru fangelsi þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og annað tilheyrandi. Í kjölfarið fer hann í þægilegt fangelsi í ætt við Kvíabryggju. Þar mun hann dúsa í 30 daga.

Arenas játaði sekt sína í byssumálinu og fyrir utan fangelsisdóminn er hann á skilorði næstu tvö árin. Hann mun þess utan þurfa að sinna samfélagsþjónustu í 400 klukkutíma.

Sú vinna má þó ekki vera í körfuboltaskólum þannig að hann gæti þurft að tína upp rusl á götum Washingtonborgar.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×