Körfubolti

Arenas átti hátt í 500 byssur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo Gilbert Arenas, leikmaður Washington Wizards, skaði sjálfan sig í nánast hvert einasta skipti sem hann opnar munninn er hann samt langt frá því að hætta að tjá sig.

Nýjasta opinberunin er ekki af ódýrari gerðinni en Arenas hefur viðurkennt að hafa átt hátt í 500 byssur.

„Gaurinn sem ég keypti byssurnar af var á áttræðisaldri og hann var búinn að safna byssum í mörg ár. Hann átti meira að segja byssur úr fyrri heimsstyrjöldinni. Ég keypti bara allt safnið hans," sagði Arenas.

„Ég þurfti ekki leyfi til þess að hafa þær heima hjá mér. Það kom lögreglumaður reglulega til þess að fylgjast með byssunum. Ég styrkti hurðina hjá mér og setti upp alvöru öryggiskerfi," sagði Arenas sem endurskoðaði byssulagerinn er hann eignaðist börn.

„Þá sagði ég við sjálfan mig að ég gæti ekki átt allar þessar byssur inn á barnaheimili. Settum við því allar byssurnar í geymslu nema fjórar," sagði Arenas en það eru eflaust áhöld um hvort fjórar byssur séu algjört lágmark á hvert barnaheimili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×