Fótbolti

Guardiola ætlar að nota kjúklingana í staðinn fyrir að kaupa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona. Mynd/AFP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ætlar að treysta á gott unglingastarf félagsins í staðinn fyrir að kaupa nýja leikmenn til liðsins í forföllum afríska leikmanna Evrópumeistarana á meðan á Afríkukeppninni stendur.

„Ef við hefðum ekki svona gott unglingastarf þá væri ég örugglega að hugsa um að kaupa nýja leikmenn. Það er ekki þess virði fyrir aðeins einn mánuð. Ég vil frekar gefa ungu mönnunum tækifærið," sagði Guardiola við blaðamenn í dag.

Hinn 19 ára Jonathan Dos Santos og hinn 18 ára Thiago Alcantara fá þannig báðir að æfa með aðalliði Barcelona á meðan Yaya Toure (Fílabeinsströndin) og Seydou Keita (Malí) eru uppteknir með landsliðum sínum í Afríkukeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×