Fótbolti

Fyrstu stig Hönefoss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Hönefoss og íslenska landsliðsins.
Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Hönefoss og íslenska landsliðsins. Mynd/Vilhelm

Eftir að hafa tapað fyrstu sex leikjum tímabilsins unnu Kristján Örn Sigurðsson og félagar hans í Hönefoss í kvöld sín fyrstu stig í deildinni.

Hönefoss vann góðan sigur á Stabæk á útivelli, 1-0, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá hafði Hönefoss meira að segja misst leikmann af velli með rautt spjald.

Kristján Örn lék allan leikinn með Hönefoss sem er þó enn á botni norsku úrvalsdeildarinnar en nú með þrjú stig eftir sjö leiki.

Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Stabæk en tekinn af velli á 57. mínútu. Stabæk er í níunda sætinu með níu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×