Innlent

Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Miklar drunur hafa heyrst úr Eyjafjallajökli í allan dag. Mynd/ Pjetur.
Miklar drunur hafa heyrst úr Eyjafjallajökli í allan dag. Mynd/ Pjetur.

Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Vísindamenn telja engar vísbendingar um að gosinu sé að ljúka þrátt fyrir að það sé ekki eins mikið og það hafi verið í byrjun. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ómögulegt væri að reyna að meta hvenær gosinu ljúki. Sagan sýni að það geti mallað mánuðum saman.

Hjörleifur á þó ekki von á að öskuspreningar líkt og urðu í upphafi gossins hefjist á ný.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×