Innlent

Þriðjungur hefur boðað sig

Þjóðfundur 2009 Mauraþúfan svokallaða stóð fyrir þjóðfundi á síðasta ári. fréttablaðið/pjetur
Þjóðfundur 2009 Mauraþúfan svokallaða stóð fyrir þjóðfundi á síðasta ári. fréttablaðið/pjetur

Rúmlega þrjú hundruð hafa boðað komu sína á Þjóðfund um stjórnarskrá sem fram fer í Laugardalshöll 6. nóvember.

Þúsund sitja fundinn og voru þátttakendur valdir af handahófi úr þjóðskrá. Varamenn voru valdir með sama hætti og verða þeir kallaðir inn eftir því sem þörf er á. Aðeins þeir sem völdust til þátttöku geta setið fundinn.

Þjóðfundinum er ætlað að kalla eftir meginsjónarmiðum almennings um breytingar á stjórnarskrá. Niðurstöðurnar verða svo lagðar fyrir stjórnlagaþing sem kemur saman í febrúar á nýju ári. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings, segir undirbúning ganga vel og er ánægður með svörun þeirra sem fengu boð um þátttöku.

Hún sé þegar orðin talsvert betri en almennt gerist um svörun við fjöldaútsendingum. Fólk hefur frest til miðnættis á mánudagskvöld til að skrá sig. Eftir það verður símað í þá sem ekki hafa meldað sig. Upplýsingar um skráningu og tilhögun fundarins eru á vefsíðunni tjodfundur2010.is.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×