Ósvífni FÉKKST Ragnar Þór Pétursson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Stjórn FÉKKST (sem er félag trúarbragða- og siðfræðikennara) hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að tillögur þær sem eru til umfjöllunar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, um skarpari skil milli kennslu og boðunar, vegi að faglegum heiðri kennara. Nú er ég kennari í Reykjavík og vil sem slíkur gera athugasemd við þann málflutning. Ég tel að stjórn FÉKKST hafi með þessu skipað sér í lið með hópi fólks, ásamt m.a. biskupi Íslands, sem vísvitandi skrumskælir tillögur mannréttindanefndar. Tilgangurinn er að gera þær tortryggilegri en þær eru í raun. Slík vinnubrögð geta með engu móti kallast fagleg og fela í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart kennarastéttinni. Í tillögunum felst eftirfarandi: 1) að fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma, 2) að kynning trúfélaga á sjálfum sér fari ekki fram í skólum, 3) að trúfélög hafi ekki aðgang að skólum í því skyni að afhenda trúarleg rit, 4) að húsnæði skóla sé ekki samnýtt með trúarlegu starfi á skólatíma, 5) að nemendur fari ekki í kirkjur, taki þátt í sálmasöng eða stundi listsköpun í trúarlegum tilgangi, 6) að trúfélög eigi ekki þátttakendur í áfallateymum skóla. Loks er hnýtt aftan við að ekki sé verið að banna hefðbundið hátíðarstarf skólanna. Það er alvarlegt mál ef stjórn FÉKKST telur að trúarbragðakennurum sé illa unnt að starfa innan þess ramma sem þessi tilmæli kveða á um. Vissulega má færa rök fyrir því að það megi teljast róttækt að banna heimsóknir fulltrúa trúfélaga í skóla, sérstaklega þar sem slíkar heimsóknir gætu hæglega talist liður í faglegri kennslu – alveg eins og heimsóknir fjölmargra annarra fulltrúa samfélagshópa. Slíkt bann mætti að ósekju endurskoða en þá aðeins að þjóðkirkjan (sem vissulega er það trúfélag sem langmest hefur heimsótt skólana) nýti þær heimsóknir til kynningar á sjálfri sér, en ekki til boðunar eða eigin kennslu. Mikil brögð hafa nefnilega verið að því. Það alvarlega við ályktun stjórnar FÉKKST er að samtökin sjálf virðast ekki gera þann eðlilega og sjálfsagða greinarmun á boðun og fræðslu sem faglegar kröfur leggja á herðar þeim. Stjórnin kvartar sérstaklega yfir því að mega ekki lengur hnýta saman listsköpun og trúarbragðafræðslu. Stjórnin telur sum sé fimmta liðinn hér að ofan sérlega skæðan. Þó er tekið skýrt fram að listsköpun, sálmasöngur og kirkjuheimsóknir skuli ekki fara fram í trúarlegum tilgangi. Og þegar maður gerir eitthvað í trúarlegum tilgangi þá er maður sjálfkrafa farinn að ástunda viðkomandi trúarbrögð. Nýlega fór fram í skólanum mínum kennsla um manndómsvígslur víða um heim. Nemendur horfðu á myndbönd, hlustuðu á fræðslu og settu meira að segja á svið einfalda manndómsvígslu. Sú sviðsetning var að sjálfsögðu ekki gerð í þeim tilgangi að gera nemendurna að fullorðnu fólki. Sviðsetningin var eingöngu hluti af fjölbreyttum kennsluháttum sem nýttu sköpunarkraft og starfsgleði nemendanna til hins ítrasta. Og þótt nemendum þættu manndómsvígslurnar sumpart framandi og jafnvel kjánalegar þá tókst með faglegri og góðri kennslu að fræðast um þetta allt á nærgætinn og virðingarverðan hátt. Sá kennari sem vill láta nemendur syngja sálma í trúarlegum tilgangi, þ.e. af fullri alvöru og sem þátt í iðkun trúarbragðanna – sá kennari gengur of langt. Hann fer á svig við mannréttindi barnanna og foreldra þeirra, alveg óháð því hvort slíkt væri gert í þökk meirihluta foreldranna. Trúariðkun á einfaldlega annan vettvang í trúfrjálsu samfélagi. Skólinn er ekki lengur hirðir safnaðarins. Skyldur foreldra eru ríkari og traust til þeirra aukið. Það er ekki lengur svo að skóli helli lýsi ofan í börn, setji þau í sólbað eða láti þau fara með bænir. Eftir sem áður hafa kennarar á valdi sínu allar þær kennsluaðferðir sem faglegar geta talist. Þeir geta frætt börnin um bænir og sálma og kennt þeim hvorttveggja, þeir geta sýnt börnunum trúarlega list og látið þau stæla hana. Og þeir geta beint sjónum að öllu litrófi mannlífsins og margvíslegum trúarbrögðum. Það sem þeir geta hinsvegar ekki gert er að leiða börnin í trúarlegu starfi. Þeir geta ekki stundað átrúnað í skólanum. Og sá sem heldur því fram að bann við slíku stangist á við fagmennsku kennara, hann gerir kennurum öllum skömm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Stjórn FÉKKST (sem er félag trúarbragða- og siðfræðikennara) hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að tillögur þær sem eru til umfjöllunar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar, um skarpari skil milli kennslu og boðunar, vegi að faglegum heiðri kennara. Nú er ég kennari í Reykjavík og vil sem slíkur gera athugasemd við þann málflutning. Ég tel að stjórn FÉKKST hafi með þessu skipað sér í lið með hópi fólks, ásamt m.a. biskupi Íslands, sem vísvitandi skrumskælir tillögur mannréttindanefndar. Tilgangurinn er að gera þær tortryggilegri en þær eru í raun. Slík vinnubrögð geta með engu móti kallast fagleg og fela í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart kennarastéttinni. Í tillögunum felst eftirfarandi: 1) að fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma, 2) að kynning trúfélaga á sjálfum sér fari ekki fram í skólum, 3) að trúfélög hafi ekki aðgang að skólum í því skyni að afhenda trúarleg rit, 4) að húsnæði skóla sé ekki samnýtt með trúarlegu starfi á skólatíma, 5) að nemendur fari ekki í kirkjur, taki þátt í sálmasöng eða stundi listsköpun í trúarlegum tilgangi, 6) að trúfélög eigi ekki þátttakendur í áfallateymum skóla. Loks er hnýtt aftan við að ekki sé verið að banna hefðbundið hátíðarstarf skólanna. Það er alvarlegt mál ef stjórn FÉKKST telur að trúarbragðakennurum sé illa unnt að starfa innan þess ramma sem þessi tilmæli kveða á um. Vissulega má færa rök fyrir því að það megi teljast róttækt að banna heimsóknir fulltrúa trúfélaga í skóla, sérstaklega þar sem slíkar heimsóknir gætu hæglega talist liður í faglegri kennslu – alveg eins og heimsóknir fjölmargra annarra fulltrúa samfélagshópa. Slíkt bann mætti að ósekju endurskoða en þá aðeins að þjóðkirkjan (sem vissulega er það trúfélag sem langmest hefur heimsótt skólana) nýti þær heimsóknir til kynningar á sjálfri sér, en ekki til boðunar eða eigin kennslu. Mikil brögð hafa nefnilega verið að því. Það alvarlega við ályktun stjórnar FÉKKST er að samtökin sjálf virðast ekki gera þann eðlilega og sjálfsagða greinarmun á boðun og fræðslu sem faglegar kröfur leggja á herðar þeim. Stjórnin kvartar sérstaklega yfir því að mega ekki lengur hnýta saman listsköpun og trúarbragðafræðslu. Stjórnin telur sum sé fimmta liðinn hér að ofan sérlega skæðan. Þó er tekið skýrt fram að listsköpun, sálmasöngur og kirkjuheimsóknir skuli ekki fara fram í trúarlegum tilgangi. Og þegar maður gerir eitthvað í trúarlegum tilgangi þá er maður sjálfkrafa farinn að ástunda viðkomandi trúarbrögð. Nýlega fór fram í skólanum mínum kennsla um manndómsvígslur víða um heim. Nemendur horfðu á myndbönd, hlustuðu á fræðslu og settu meira að segja á svið einfalda manndómsvígslu. Sú sviðsetning var að sjálfsögðu ekki gerð í þeim tilgangi að gera nemendurna að fullorðnu fólki. Sviðsetningin var eingöngu hluti af fjölbreyttum kennsluháttum sem nýttu sköpunarkraft og starfsgleði nemendanna til hins ítrasta. Og þótt nemendum þættu manndómsvígslurnar sumpart framandi og jafnvel kjánalegar þá tókst með faglegri og góðri kennslu að fræðast um þetta allt á nærgætinn og virðingarverðan hátt. Sá kennari sem vill láta nemendur syngja sálma í trúarlegum tilgangi, þ.e. af fullri alvöru og sem þátt í iðkun trúarbragðanna – sá kennari gengur of langt. Hann fer á svig við mannréttindi barnanna og foreldra þeirra, alveg óháð því hvort slíkt væri gert í þökk meirihluta foreldranna. Trúariðkun á einfaldlega annan vettvang í trúfrjálsu samfélagi. Skólinn er ekki lengur hirðir safnaðarins. Skyldur foreldra eru ríkari og traust til þeirra aukið. Það er ekki lengur svo að skóli helli lýsi ofan í börn, setji þau í sólbað eða láti þau fara með bænir. Eftir sem áður hafa kennarar á valdi sínu allar þær kennsluaðferðir sem faglegar geta talist. Þeir geta frætt börnin um bænir og sálma og kennt þeim hvorttveggja, þeir geta sýnt börnunum trúarlega list og látið þau stæla hana. Og þeir geta beint sjónum að öllu litrófi mannlífsins og margvíslegum trúarbrögðum. Það sem þeir geta hinsvegar ekki gert er að leiða börnin í trúarlegu starfi. Þeir geta ekki stundað átrúnað í skólanum. Og sá sem heldur því fram að bann við slíku stangist á við fagmennsku kennara, hann gerir kennurum öllum skömm til.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun