Innlent

Líðan mannsins orðin stöðug

írabakki ferðataska úr íbúðinni brennur á meðan slökkvilið ræður niðurlögum eldsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
írabakki ferðataska úr íbúðinni brennur á meðan slökkvilið ræður niðurlögum eldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Maður sem fluttur var á slysadeild að kvöldi 17. júní eftir að eldur kom upp í íbúð hans við Írabakka, er kominn á almenna deild. Hann dvaldi á gjörgæslu fyrstu nóttina vegna gruns um reykeitrun, en líðan hans er nú stöðug.

Manninum var bjargað af þremur mönnum úr nærliggjandi íbúðum sem náðu honum út á svalir hússins. Þaðan var hann svo fjarlægður af slökkviliðsmönnum.

Eldurinn átti upptök sín í eldhúsi á jarðhæð og komst í plast sem fyrir var í íbúðinni.

Þetta gerði það að verkum að mikill og svartur reykur fyllti bæði íbúðina og stigagang hússins. Að minnsta kosti sex manns festust á efstu hæðum og þurfti fjóra reyk-kafara til að bjarga fólkinu út. Að sögn Óla Ragnars Gunnarssonar, varðstjóra slökkviliðsins, var eldurinn ekki mikill þrátt fyrir mikinn reyk og slökkvistarf gekk hratt og vel fyrir sig.

Tvær deildir slökkviliðsins komu að málinu og að auki voru þrír sjúkrabílar á staðnum til að huga að íbúum sem nokkrir voru fluttir á slysadeild þegar björgunarstarfi var lokið.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×