Afla á ríkissjóði aukinna tekna með nýjum, hærri og breyttum sköttum 2. október 2010 03:00 Steingrímur J. Sigfússon. Taka á upp bankaskatt, hækka fjármagns-, fyrirtækja- og erfðafjárskatt og breyta ýmsum öðrum sköttum og opinberum gjöldum til að afla ríkissjóði ellefu milljarða í nýjar tekjur á næsta ári. Ekki á að hrófla við tekjuskatti, virðisaukaskatti eða tryggingagjaldi. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði 477 milljarðar á næsta ári, og aukist um rúma 24 milljarða frá þessu ári, að frátöldum óreglulegum liðum. Bankaskatturinn verður innleiddur að bresk-sænskri fyrirmynd með sambærilegum skatthlutföllum og þar tíðkast. Erfðafjárskatturinn verður tvöfaldaður, en frítekjumarkið verður hækkað í leiðinni. „Við erum með einhvern lægsta og flatasta erfðafjárskatt sem finnst á byggðu bóli og teljum ekki óeðlilegt að hann sé færður eitthvað upp í áttina að því sem gerist í öðrum löndum þar sem hann er lægstur," sagði Steingrímur við kynningu fjárlaganna í gær. Þá stendur til að breyta útfærslu auðlegðarskatts, - eignaskatts á stóreignafólk - hlutfall hans og afmörkun fjárhæða. Ná á 1,3 milljörðum í auknar tekjur með breytingum á áfengis- og tóbaksgjaldi og jafnvel einnig fyrirkomulagi fríhafnarverslunar. Farið verður í kerfisbreytingar á bifreiðagjöldum sem miða að því að færa alla skattlagningu yfir á losun. Breytingin mun skila lítilsháttar tekjuaukningu, en Steingrímur segir að sjónarmið um kerfisbreytingu búi einkum að baki. Að síðustu fær fólk heimild til úttektar úr séreignarsjóðum og þarf að greiða tekjuskatt af þeim úttektum. Áætlað er að það skili ríkissjóði þremur milljörðum. Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Taka á upp bankaskatt, hækka fjármagns-, fyrirtækja- og erfðafjárskatt og breyta ýmsum öðrum sköttum og opinberum gjöldum til að afla ríkissjóði ellefu milljarða í nýjar tekjur á næsta ári. Ekki á að hrófla við tekjuskatti, virðisaukaskatti eða tryggingagjaldi. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði 477 milljarðar á næsta ári, og aukist um rúma 24 milljarða frá þessu ári, að frátöldum óreglulegum liðum. Bankaskatturinn verður innleiddur að bresk-sænskri fyrirmynd með sambærilegum skatthlutföllum og þar tíðkast. Erfðafjárskatturinn verður tvöfaldaður, en frítekjumarkið verður hækkað í leiðinni. „Við erum með einhvern lægsta og flatasta erfðafjárskatt sem finnst á byggðu bóli og teljum ekki óeðlilegt að hann sé færður eitthvað upp í áttina að því sem gerist í öðrum löndum þar sem hann er lægstur," sagði Steingrímur við kynningu fjárlaganna í gær. Þá stendur til að breyta útfærslu auðlegðarskatts, - eignaskatts á stóreignafólk - hlutfall hans og afmörkun fjárhæða. Ná á 1,3 milljörðum í auknar tekjur með breytingum á áfengis- og tóbaksgjaldi og jafnvel einnig fyrirkomulagi fríhafnarverslunar. Farið verður í kerfisbreytingar á bifreiðagjöldum sem miða að því að færa alla skattlagningu yfir á losun. Breytingin mun skila lítilsháttar tekjuaukningu, en Steingrímur segir að sjónarmið um kerfisbreytingu búi einkum að baki. Að síðustu fær fólk heimild til úttektar úr séreignarsjóðum og þarf að greiða tekjuskatt af þeim úttektum. Áætlað er að það skili ríkissjóði þremur milljörðum.
Fréttir Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira