Innlent

Greiða 80 milljónir í bónusa

gert að fiski Starfsfólk Samherja sem unnið hefur lengur en í ár hjá fyrirtækinu fær 320 þúsund krónur í bónus fyrir jólin.mynd/Samherji
gert að fiski Starfsfólk Samherja sem unnið hefur lengur en í ár hjá fyrirtækinu fær 320 þúsund krónur í bónus fyrir jólin.mynd/Samherji

Útgerðarfélagið Samherji hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu í landi 260 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við umsamda 46 þúsund króna desemberuppbót. Uppbótin nemur í heildina 320 þúsund krónum á mann og kostar Samherja í kringum 80 milljónir króna að frátöldum tengdum gjöldum.

Þeir sem hafa starfað hjá Samherja í ár og meira fá fulla launauppbót, aðrir fá helming hennar.

Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, í tilkynningu að það sé ánægjuefni að geta umbunað starfsfólki með þessum hætti. Þetta er annað skiptið á árinu sem Samherji greiðir starfsfólki sínu launauppbót.

Samherji hóf í fyrra að gera reikninga sína upp í evrum. Skuldbindingar félagsins eru að mestu í erlendri mynt og aðeins tæp eitt prósent lána í krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu gera sjö af tíu stærstu útgerðarfélögum landsins upp í annarri mynt en krónu.

Stjórn Samherja greiddi hluthöfum fimm milljónir evra í arð vegna afkomu fyrirtækisins í fyrra. Það jafngildir tæpum 767 milljónum króna á gengi gærdagsins. Arðgreiðslur námu rúmum átta hundruð milljónum í fyrra. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×