Bæjarfulltrúar ræddu ráðningu Guðmundar Rúnars SB skrifar 8. júlí 2010 14:06 Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Tekur við embætti við sérstakar aðstæður. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun. Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun.
Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira