Innlent

Uppgjörið tók eitt og hálft ár

óttar pálsson
óttar pálsson

Slitameðferð ALMC, sem áður hét fjárfestingarbankinn Straumur, lauk í fyrradag. Ný stjórn tók þá til starfa og tekur hún við af skilanefnd sem stýrt hefur bankanum frá því FME greip inn í reksturinn. Óttar Pálsson, forstjóri félagsins, á sæti í nýju stjórninni. Kröfuhafar Straums eignuðust bankann fyrir mánuði.

Fréttablaðið greindi frá því í kjölfar yfirtökunnar að kröfuhafar hefðu verið ánægðir með slitameðferðina. Litu þeir til þess að svipuðu skapalóni yrði beitt við uppgjör á Glitni og Kaupþingi. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×