Innlent

Atvinnuleysið var ofmetið

beðið eftir vinnu Atvinnuleysi hefur reynst minna en Seðlabankinn spáði. Hröð fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja hefur dregið úr svartsýnisspám.Fréttablaðið/GVA
beðið eftir vinnu Atvinnuleysi hefur reynst minna en Seðlabankinn spáði. Hröð fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja hefur dregið úr svartsýnisspám.Fréttablaðið/GVA

Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í haust og vetur og fari hæst í níu prósent á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans. Það kom út samhliða vaxtaákvörðun í gær.

Í spá Seðlabankans segir að eftir að hámarki atvinnuleysis sé náð megi gera ráð fyrir að atvinnuþátttaka aukist samhliða auknum umsvifum í efnahagslífinu. Atvinnuleysi verði komið niður í um sex prósent eftir tvö ár. Þetta er einu prósentustigi minna en spáð var í maí.

Seðlabankinn vitnar til vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar fyrir annan ársfjórðung, þar sem fram kemur að viðsnúningur sé hafinn á vinnumarkaði. Það er umfram spá Seðlabankans frá í maí, sem gerði ekki ráð fyrir að atvinna tæki að aukast fyrr en um mitt næsta ár. Þar kom fram að mest dró úr atvinnuleysi fólks í yngstu og elstu aldurshópum. Á sama tíma jókst atvinnuleysi hjá fólki á aldrinum 25 til 54 ára.

Bankinn segir skýringuna á mismun á milli atvinnuleysisspánna og raunveruleikans þá að fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja hafi gengið hraðar fyrir sig en spáð hafi verið. Atvinnuleysi hafi því verið minna en búist var við. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×