Körfubolti

NBA: Lakers lagði Denver

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það var mikið talað um að LA Lakers hefði sent skýr skilaboð í gær með því að leggja Denver af velli. Kobe Bryant, leikmaður Lakers, leit þó aðeins á sigurinn sem enn einn sigurinn.

„Ég trúi ekki á leiki sem eiga að senda skilaboð. Þessi sigur hefur ekkert að gera með úrslitakeppnina," sagði Kobe.

Margir liðsfélagar hans gætu aftur á móti verið á öðru máli enda var þetta fyrsti sigur Lakers á Denver en liðið hafði tapað í þrígang fyrir Denver fram að leiknum í gær.

„Við höfðum ekki unnið neitt gott lið í ár. Mér finnst þetta vera risasigur hjá okkur," sagði Ron Artest sem skoraði 17 stig og stal 6 boltum.

Úrslit næturinnar:

San Antonio-Phoenix  113-110

LA Lakers-Denver  95-89

Atlanta-Milwaukee  106-102

NJ Nets-Washington  85-89

Oklahoma-Toronto  119-99

Orlando-Miami  96-80

Sacramento-LA Clippers  97-92

Dallas-New Orleans  108-100

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×