Körfubolti

Þriðja tap Cleveland í röð - lengsta taphrinan í tvö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/Getty Images
Það gengur ekkert hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði þriðja leik sínum í röð í kvöld þegar liðið lá 101-95 fyrir Orlando Magic. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem LeBron James og félagar tapa þremur leikjum í röð.

Cleveland-liðið vann þrettán síðustu leiki sína fyrir Stjörnuleikshelgina en hefur nú tapað þremur leikjum í röð síðan að þeir ákváðu að breyta liði sínu og senda frá sér Zydrunas Ilgauskas.

Dwight Howard var með 22 stig og 16 fráköst í leiknum og háði mikla baráttu við Shaquille O'Neal en þeir tveir hafa skotið aðeins á hvorn annan í fjölmiðlum vestra. Shaquille O'Neal var 20 stig og hitti úr 9 af 10 skotum sínum.

LeBron James var með 33 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland og Antawn Jamison átti allt annað og betri leik en í fyrsta leik sínum með Cavaliers þar sem hann klikkaði á öllum tólf skotum sínum. Jamison var með 19 fráköst, 8 fráköst og hitti úr 9 af 14 skotum sínum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×