Innlent

Tillögur að umbótum kynntar

Skýrsla og tillögur umbótanefndar Samfylkingarinnar verða kynntar og ræddar á flokksstjórnarfundi á laugardag.

Verkefni nefndarinnar, sem tók til starfa í maí, var að leiða umræður og skoðanaskipti um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins.

Sextán sátu í nefndinni en með verkefnisstjórn fóru Ásgeir Beinteinsson skólastjóri, Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnsýslu­fræðingur, Jón Ólafsson heimspekingur og Kolbrún Benediktsdóttir lögfræðingur.- bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×