Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis 8. október 2010 05:30 Thomas Dovydaitis Eftirlýstur vegna líkamsárásar og ráns Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman. VSK-málið Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman.
VSK-málið Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira