Innlent

Strandaglópar komnir heim

á heimleið Breyttir jeppar komu ferðafólki frá Þórsmörk.mynd/smári sigurgrímsson
á heimleið Breyttir jeppar komu ferðafólki frá Þórsmörk.mynd/smári sigurgrímsson

Strandaglópar í Þórsmörk komust allir til síns heima í gær eftir að sljákkaði í ám á svæðinu. Eins og komið hefur fram voru 120 manns fastir í Þórsmörk eftir að ár flæddu yfir bakka sína í úrhellisrigningum.

Smári Sigurgrímsson var einn þeirra sem urðu innlyksta í Langadal. En fólk var einnig veðurteppt í Básum og Húsadal. Hann sagði alla hafa tekið því með ró að komast ekki leiðar sinnar. Allir hafi háttað snemma og beðið næsta dags.

Smári segir að ár sem vart runnu í sumar hafi verið orðin 100 metra breið fljót sem runnu í mörgum kvíslum þegar verst lét. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×