Innlent

Fylgi stjórnarinnar 36 prósent

Könnun Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36 prósenta þjóðarinnar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Það er 6 prósentustigum meiri stuðningur við ríkisstjórnina en mældist í sambærilegri mælingu í október. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Í lok október mældist ríkisstjórnin með 30 prósenta fylgi og hafði þá ekki notið minni stuðnings frá kosningum, en mælist nú með 36 prósent.

Samfylkingin bætir við sig, fer úr 18 prósentum í síðustu mælingu í tæp 22 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi, fer úr 36 prósentum í 34. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst stærsti flokkur landsins undanfarna sjö mánuði, samkvæmt Ríkisútvarpsins.

Vinstri græn fá tæplega 18 prósent, Framsóknarflokkurinn 13 prósent og Hreyfingin tæp 8 prósent.

Tæplega 6.800 manns tóku þátt í könnuninni og var svarhlutfall 67 prósent, 12 prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu og 18 prósent sögðust skila auðu eða ekki myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×