Fótbolti

Jesús undir smásjá Barcelona og Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jesús Navas og Sergio Ramos.
Jesús Navas og Sergio Ramos. Nordic photos/AFP

Marca greinir frá því í dag að spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid séu huganlega búin að gefast upp á að reyna að fá vængmanninn Franck Ribery frá Bayern München vegna þess hversu hátt verð þýska félagið vill fá fyrir leikmanninn.

Því séu bæði félögin búin að beina athyglinni að vængmanninum Jesús Navas hjá Sevilla.

Hinn 24 ára gamli Navas þykir vera búinn að spila frábærlega með Sevilla á yfirstandandi keppnistímabili en Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, er ekki í vafa um að Navas yrði mikill liðsstyrkur fyrir Real Madrid.

„Jesús er frábær leikmaður og hefur sýnt snilli sína í hverri viku á þessu tímabili og ég er viss um að hann myndi standa sig mjög vel hjá Real Madrid.

Ég myndi til dæmis frekar vilja fá hann til félagsins en Ribery," sagði Ramos í viðtali við Marca en Ramos var liðsfélagi Navas hjá Sevilla á sínum tíma og hafa þeir einnig leikið saman með spænska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×