Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá 3. desember 2010 05:00 Haraldur Benediktsson Formaður Bændasamtakanna segir orð Stefáns Hauks, um að hjáseta bænda í rýniferlinu skaði samningsstöðu landsins, ómakleg. Samtökin hafi víst unnið að „viðkvæmum verkefnum“ í aðildarferlinu að beiðni stjórnvalda. Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur“ á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf“ milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur. Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum. Stefán Haukur viðurkenndi á laugardag að sú afstaða samtakanna að taka ekki þátt í yfirstandandi rýniferli gæti gert samningsstöðu landsins „lakari en ella“. Þar kom fram að álag er á íslenskri stjórnsýslu, en öll tilkölluð hagsmunasamtök leggja nefndinni lið, nema Bændasamtökin. Haraldur sagði í blaðinu á þriðjudag að andstaða Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við aðildarviðræðurnar hefði þýtt að ekki náðist að vinna ákveðin verk í ferlinu. Þessu hafnaði landbúnaðarráðuneytið í gær. Innan utanríkisráðuneytis er það talin skylda formanns samninganefndar að greina frá því ef eitthvað kann að hindra að besta mögulega samningi verði náð, segir heimild þar. Ekki sé hægt að sjá að Stefán Haukur hafi ráðist að bændum, heldur þvert á móti hafi hann bent á þekkingu þeirra og mikilvægi í ferlinu. Ráðuneytinu hafði ekki borist bréf Haraldar í gær. - kóþ Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur“ á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf“ milli nefndarinnar og samtakanna, segir Haraldur. Kveðst Haraldur hafa sent Stefáni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum. Stefán Haukur viðurkenndi á laugardag að sú afstaða samtakanna að taka ekki þátt í yfirstandandi rýniferli gæti gert samningsstöðu landsins „lakari en ella“. Þar kom fram að álag er á íslenskri stjórnsýslu, en öll tilkölluð hagsmunasamtök leggja nefndinni lið, nema Bændasamtökin. Haraldur sagði í blaðinu á þriðjudag að andstaða Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við aðildarviðræðurnar hefði þýtt að ekki náðist að vinna ákveðin verk í ferlinu. Þessu hafnaði landbúnaðarráðuneytið í gær. Innan utanríkisráðuneytis er það talin skylda formanns samninganefndar að greina frá því ef eitthvað kann að hindra að besta mögulega samningi verði náð, segir heimild þar. Ekki sé hægt að sjá að Stefán Haukur hafi ráðist að bændum, heldur þvert á móti hafi hann bent á þekkingu þeirra og mikilvægi í ferlinu. Ráðuneytinu hafði ekki borist bréf Haraldar í gær. - kóþ
Fréttir Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira