Sjálfstæðisflokkur fylgir væntingum 17. ágúst 2010 05:30 Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira