Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar 2. september 2010 05:45 Víst er að þingmenn munu hafa nóg fyrir stafni næstu tvær vikur. Þeirra bíða umræður um fjölda mála, en þyngst munu vega niðurstöður þingmannanefndar Atla Gíslasonar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fréttablaðið/gva Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira