Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 1. desember 2010 13:45 Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Nordic Photos/Getty Images Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. „Þessi verðlaun eru mjög sérstök og mikilvæg í mínum huga þar sem kylfingar fá aðeins eitt tækifæri til þess að vinna þessi verðlaun," sagði Manassero en hann endaði í 31. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en hann vann sér inn um 136 milljónir kr. á keppnistímabilinu. Í apríl skrifaði Manassero einnig nafn sitt í sögubækurnar þegar hann tók þátt á Mastersmótinu á Augusta en hann er yngsti áhugamaðurinn sem keppir á því stórmóti og sá yngsti sem kemst í gegnum niðurskurðinn. Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa fengið þessa viðurkenningu á Evrópumótaröðinni og má þar nefna Nick Faldo, Jose Maria Olazabal, Colin Montgomerie og Sergio Garcia. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. „Þessi verðlaun eru mjög sérstök og mikilvæg í mínum huga þar sem kylfingar fá aðeins eitt tækifæri til þess að vinna þessi verðlaun," sagði Manassero en hann endaði í 31. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en hann vann sér inn um 136 milljónir kr. á keppnistímabilinu. Í apríl skrifaði Manassero einnig nafn sitt í sögubækurnar þegar hann tók þátt á Mastersmótinu á Augusta en hann er yngsti áhugamaðurinn sem keppir á því stórmóti og sá yngsti sem kemst í gegnum niðurskurðinn. Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa fengið þessa viðurkenningu á Evrópumótaröðinni og má þar nefna Nick Faldo, Jose Maria Olazabal, Colin Montgomerie og Sergio Garcia.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira