Innlent

Ofveiði Skota og Íra gríðarleg

Skosk og írsk fiskiskip veiddu tæplega 200 þúsund tonn af makríl og síld umfram kvóta á árunum 2001-2005.

Þetta kemur fram í fylgigögnum með reglugerð ESB frá 2007. Reglugerðin tekur til skerðingar á kvóta breskra og írskra fiskiskipa á árunum 2007-2012 til að mæta ofveiðinni á fyrrgreindu tímabili.

Í gögnum með reglugerðinni, þar sem ofveiðin er greind eftir veiðisvæðum, kemur fram að alls veiddu skosk og írsk fiskiskip um 151.000 tonn af makríl umfram kvóta á tímabilinu og enn fremur um 44.000 tonn af síld.

Skotar veiddu 117.500 tonn af makríl umfram kvóta en Írar 33.500. Skotarnir sátu hins vegar einir að umframveiði í síldinni. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×