Viðskipti innlent

Sigurjón Árnason með 35 milljónir í mánaðarlaun 2008

Allt virtist á uppleið hjá Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, árið 2008. Sérstaklega tóku laun hans strikið upp á við.
Allt virtist á uppleið hjá Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, árið 2008. Sérstaklega tóku laun hans strikið upp á við.

Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, fékk ríflega launahækkun á milli áranna 2007 og 2008. Mánaðarlaun bankastjórans námu tæpum 19,8 milljónum króna árið 2007. Þau voru komin í rúmar 34,8 milljónir ári síðar. Bankastjórinn var þó langt í frá launahæsti starfsmaður bankans.

Hæstu mánaðarlaunin hjá Landsbankanum 2008:

1. Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri - 36,6 milljónir

2. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri - 34,8 milljónir

3. Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri - 18,5 milljónir

4. Jón Þór Gunnarsson, forstöðumaður - 13,2 milljónir

5. Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri - 12,7 milljónir

6. Bjarni Kristjánsson, sérfræðingur - 11,5 milljónir

7. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður - 11,4 milljónir

8. Jón Þorsteinn Oddleifsson, forstöðumaður - 11,0 milljónir

9. Bjarni Þórður Bjarnason, forstöðumaður - 9,5 milljónir

10. Ívar Guðjónsson, forstöðumaður - 9,4 milljónir

Tekið er fram í skýrslunni að Hermannn vann aðeins tvo mánuði af árinu. Þegar hann hætti í febrúar fékk hann greiddan út bónus fyrir árið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×