Samhæfa þarf viðbrögð við áföllum 16. september 2010 02:30 Í Andrews-ráðstefnusalnum að Ásbrú Ótal sérfræðingar frá fjölda stofnana og fyrirtækja sem koma að flugiðnaði, ræða lærdóm þann sem draga má af eldgosinu í Eyjafjallajökli snemmsumars á ráðstefnu Keilis á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/GVA Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli snemmsumars ýtir á að hrundið verði í framkvæmd áætlunum um samhæfðari reglusetningu og flugumferðarstjórn í Evrópu, að sögn Daniels Calleja, sem fer með málefni flugumferðar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Calleja, ásamt fjölda sérfræðinga á sviði flugmála víðs vegar að úr heiminum, er gestur á yfirstandandi ráðstefnu Keilis um hvaða lærdóm megi draga af eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrif öskufalls á flugrekstur. Um 250 manns sitja ráðstefnuna, sem haldin er í samvinnu við forsetaembættið, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem tengjast flugiðnaði, háskóla og félagasamtök, auk fjölda evrópskra og alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur í dag, en í grófri samantekt gærdagsins mætti segja að margir sérfræðinganna hafi verið sammála um að nokkuð vel hafi tekist til á erfiðum tímum þegar gosið hófst. Miklum gögnum hafi verið safnað og nú sé unnið að úrvinnslu þeirra með enn frekari umbætur fyrir augum. Í erindi sínu kvað Daniel Calleja ætlun sína að draga upp mynd af viðbrögðum Evrópusambandsins vegna öskuvárinnar frá Íslandi í sumar. Um leið lagði hann áherslu á að einnig þyrfti að bregðast við til þess að vera búinn undir önnur eldgos sem kunni að verða. Benti hann á að vegna gossins og flugbanns í Evrópu frá 15. til 21. apríl hafi þurft að aflýsa yfir 100 þúsund flugferðum sem hafi haft áhrif á um það bil tíu milljónir farþega. Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Upphæðin nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Hann segir samgönguráðherra Evrópusambandsríkja hafa í apríl staðið frammi fyrir þremur leiðum til að bregðast við. Ein var að breyta engu og vona það besta. Önnur að eftirláta flugfélögum ákvörðunina um hvort flogið yrði. Og sú þriðja að grípa til nýrrar nálgunar. Sá kostur varð ofan á og því voru samræmdar lokanir flugsvæða og eftirlits teknar upp. Hömlum á flugumferð var svo aflétt 20. apríl. Calleja segir að gripið hafi verið til margvíslegra úrbóta á sviði flugumferðarstjórnar í Evrópu í kjölfar gossins, en þar þurfi enn að bæta svo sem með stofnun samráðshóps vegna áfalla í flugrekstri (EACCC), þróun nýrrar aðferðafræði við áhættumat og með því að flýta áætlunum um Evrópu sem eitt flugumferðarsvæði (e. Single European Sky). olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent