Westwood sigraði með yfirburðum í Suður-Afríku og fékk 144 milljónir kr. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 18:41 Lee Westwood sigraði með yfirburðum á Nedbank mótinu. Nordic Photos/Getty Images Lee Westwood sýndi mikið öryggi í leik sínum þegar hann sigraði á Nedbank meistaramótinu í golfi sem fram fór í Suður-Afríku. Westwood, sem er efstur á heimslistanum, lék lokahringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari. Englendingurinn sigraði með yfirburðum og var átta höggum betri en heimamaðurinn Tim Clark. Westwood lék samtals á 17 höggum undir pari en Clark var á 9 höggum undir pari. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu á 8 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fékk Westwood um 144 milljónir kr. í verðlaunafé en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar þetta mót en þetta var í sjöunda sinn sem hann tekur þátt.Oosthuizen var neðstur en fékk 30 milljónir kr. í verðlaunaféRobert Allenby slær hér inn á 18. flötina á glæsilegum keppnisvelli í Suður-Afríku.APMótið fór fram á Gary Player golfsvæðinu sem þykir sérlega glæsilegt. Aðeins 12 kylfingar fengu boð um að taka þátt en verðlaunaféð er í sérflokki. Heimamaðurinn, Louis Oosthuizen, sem endaði í neðsta sæti fékk um 30 milljónir kr. í sinn hlut - sem verður að teljast dágóð upphæð. Oosthuizen sigrað með eftirminnilegum hætti á opna breska meistaramótinu á þessu ári sem fram fór á St. Andrews.Lokastaðan:271 Lee Westwood (68-64-71- 68)279 Tim Clark (73- 67- 68- 71) 280 Retief Goosen (72- 70- 70- 68) 280 Miguel Angel Jimenez (69- 69- 71- 71) 283 Ross Fisher (67- 68- 73- 75)283 Ernie Els (71- 68- 71- 73)285 Robert Allenby (70- 70- 73- 729285 Padraig Harrington (66- 72- 72- 75)286 Anders Hansen (72- 70- 68- 76)286 Justin Rose (70- 72- 72- 72)287 Edoardo Molinari (71- 67- 73- 76)290 Louis Oosthuizen (71- 73- 72- 74) Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lee Westwood sýndi mikið öryggi í leik sínum þegar hann sigraði á Nedbank meistaramótinu í golfi sem fram fór í Suður-Afríku. Westwood, sem er efstur á heimslistanum, lék lokahringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari. Englendingurinn sigraði með yfirburðum og var átta höggum betri en heimamaðurinn Tim Clark. Westwood lék samtals á 17 höggum undir pari en Clark var á 9 höggum undir pari. Retief Goosen frá Suður-Afríku og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu á 8 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fékk Westwood um 144 milljónir kr. í verðlaunafé en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar þetta mót en þetta var í sjöunda sinn sem hann tekur þátt.Oosthuizen var neðstur en fékk 30 milljónir kr. í verðlaunaféRobert Allenby slær hér inn á 18. flötina á glæsilegum keppnisvelli í Suður-Afríku.APMótið fór fram á Gary Player golfsvæðinu sem þykir sérlega glæsilegt. Aðeins 12 kylfingar fengu boð um að taka þátt en verðlaunaféð er í sérflokki. Heimamaðurinn, Louis Oosthuizen, sem endaði í neðsta sæti fékk um 30 milljónir kr. í sinn hlut - sem verður að teljast dágóð upphæð. Oosthuizen sigrað með eftirminnilegum hætti á opna breska meistaramótinu á þessu ári sem fram fór á St. Andrews.Lokastaðan:271 Lee Westwood (68-64-71- 68)279 Tim Clark (73- 67- 68- 71) 280 Retief Goosen (72- 70- 70- 68) 280 Miguel Angel Jimenez (69- 69- 71- 71) 283 Ross Fisher (67- 68- 73- 75)283 Ernie Els (71- 68- 71- 73)285 Robert Allenby (70- 70- 73- 729285 Padraig Harrington (66- 72- 72- 75)286 Anders Hansen (72- 70- 68- 76)286 Justin Rose (70- 72- 72- 72)287 Edoardo Molinari (71- 67- 73- 76)290 Louis Oosthuizen (71- 73- 72- 74)
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira