Innlent

Eyjafjallajökull: Öllu flugi aflýst í Keflavík - Lokanir í Evrópu

Öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Þá er truflun á öllu innanlandsflugi og er athugun klukkan 11:15. Nokkrar vélar fóru af stað frá Keflavíkurflugvelli í morgun en nú hefur brottför fimm véla í dag og komu níu véla síðdegis og í kvöld verið aflýst.

Flugvélum Icelandair á leið frá Evrópu verður beint til Glasgow, þaðan sem flogið verður hingað heim og til Bandaríkjanna. Þá flýtti Iceland Express flugi til Alicante, sem átti að fara síðdegis í dag, til klukkan 22:50 í gærkvöld.

15 flugvöllum verður lokað á Spáni í dag vegna ösku sem borist hefur úr Eyjafjallajökli til Vestur-Evrópu. Þá hefur flugvöllum einnig verið lokað á Norður- Írlandi.

Veðurstofan spáir því að öskuskýið verði komið upp að Bretlandsströndum í hádeginu og valdi í kjölfarið miklum röskunum á flugi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×