„Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney“ Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2010 20:15 Graeme McDowell hefur sigrað á fjórum mótum á þessu ári. Nordic Photos/Getty Images Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira