„Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney“ Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2010 20:15 Graeme McDowell hefur sigrað á fjórum mótum á þessu ári. Nordic Photos/Getty Images Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri. Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri.
Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira