„Ótrúlegt örlæti“ 11. september 2010 20:00 Verkamaður hjá Reykjavíkurborg var svo sleginn þegar hann sá frétt Stöðvar 2 í gær um skemmdarverk sem unnnin voru á bíl Margrétar Marelsdóttir að hann hafði samband og bauðst til að borga skemmdirnar. „Ótrúlegt örlæti," segir Margrét. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær fór óprúttinn aðili hamförum fyrir utan hús Margrétar Marelsdóttir. Reif bílastæðaskilti fyrir fatlaða af stöng sinni og grýtti því að alefli í framrúðu bíls Margrétar og sprengdi rúðuna. Margrét er öryrki og gengur með tvo stómaleggi og er þar af leiðandi algjörlega háð bílnum sínum. „Mér finnst hræðilegt að svona mannvonska skuli vera til," sagði Margrét í gær. Hún fór og lét laga rúðuna í gær og kostaði viðgerðin 8000 krónur. Það er kannski ekki mikið fyrir marga en meira en nóg fyrir Margréti sem þarf að draga fram lífið á örorkubótum. Fréttin af Margréti vakti viðbrögð. Einn maður sem hringdi bauðst til borga skemmdirnir úr eigin vasa. Af hógværð sinni vildi hann ekki þekkjast að myndum og bað um vera ekki nafngreindur. En þetta er það sem fór á milli hans og Margrétar. „Ég vil bara þakka þér innilega fyrir. Guð blessi þig," sagði Margrét. „Mér finnst stórkostlegt að hann skuli styðja okkur." Margrét vildi ekkert segja til hvort hún ætti þessa aðstoð skilið. „Sem betur fer er til gott fólk í þjóðfélaginu." Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Verkamaður hjá Reykjavíkurborg var svo sleginn þegar hann sá frétt Stöðvar 2 í gær um skemmdarverk sem unnnin voru á bíl Margrétar Marelsdóttir að hann hafði samband og bauðst til að borga skemmdirnar. „Ótrúlegt örlæti," segir Margrét. Eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær fór óprúttinn aðili hamförum fyrir utan hús Margrétar Marelsdóttir. Reif bílastæðaskilti fyrir fatlaða af stöng sinni og grýtti því að alefli í framrúðu bíls Margrétar og sprengdi rúðuna. Margrét er öryrki og gengur með tvo stómaleggi og er þar af leiðandi algjörlega háð bílnum sínum. „Mér finnst hræðilegt að svona mannvonska skuli vera til," sagði Margrét í gær. Hún fór og lét laga rúðuna í gær og kostaði viðgerðin 8000 krónur. Það er kannski ekki mikið fyrir marga en meira en nóg fyrir Margréti sem þarf að draga fram lífið á örorkubótum. Fréttin af Margréti vakti viðbrögð. Einn maður sem hringdi bauðst til borga skemmdirnir úr eigin vasa. Af hógværð sinni vildi hann ekki þekkjast að myndum og bað um vera ekki nafngreindur. En þetta er það sem fór á milli hans og Margrétar. „Ég vil bara þakka þér innilega fyrir. Guð blessi þig," sagði Margrét. „Mér finnst stórkostlegt að hann skuli styðja okkur." Margrét vildi ekkert segja til hvort hún ætti þessa aðstoð skilið. „Sem betur fer er til gott fólk í þjóðfélaginu."
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira