Innlent

Nefndin vill heyra frá öllum

Vinna stendur enn Róbert Spanó, formaður nefndarinnar, segir nefndina hyggjast á næstunni kalla fólk í viðtöl vegna lokaskýrslunnar. Fréttablaðið/Stefán
Vinna stendur enn Róbert Spanó, formaður nefndarinnar, segir nefndina hyggjast á næstunni kalla fólk í viðtöl vegna lokaskýrslunnar. Fréttablaðið/Stefán

Vinna er hafin við lokaskýrslu vistheimilanefndar, sem tekur til starfsemi Upptökuheimilis ríkisins, sem síðar hét Unglingaheimili ríkisins og starfaði frá 1945 til 1978. Einnig mun skýrslan, sem er væntanleg í apríl, fjalla um aðrar stofnanir, en nefndin gat ekki tiltekið hverjar þar sé um að ræða.

Róbert Spanó, formaður nefndarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að nú sé gagnaöflun farin í gang vegna lokaskýrslunnar og brátt verði kallað eftir fólki í viðtöl, sem munu fara fram í vetur.

Aðallega er horft til Unglingaheimilisins en nefndin vill heyra í öllum sem telja sig hafa eitthvað fram að færa í þessum málum.

„Eitt af því sem við þurfum að gera tillögu um í lokaskýrslunni er hvort tilefni sé til áframhaldandi vinnu þessarar nefndar,“ segir Róbert. „Þannig að við höfum alltaf hvatt alla, sem hafa vitneskju eða reynslu af því að vera á svona stofnunum, til að hafa samband.“

Róbert segir nefndina vonast til þess að ná þremur markmiðum. Að fólk sem hafi frá slíku að segja fái viðurkenningu á brotum gegn sér og einnig að hægt verði að bæta framkvæmd barnaverndarlaga.

„Einnig viljum við að starf okkar sýni fram á að með rannsóknum af þessu tagi sé hægt að komast til botns í samfélagslegum vandamálum.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×