Erlent

Nefndu garðinn Iceland

Vatnaparadís Þarna geta olíufurstarnir leikið sér í vatninu ásamt fjölskyldunni.
nordicphotos/AFP
Vatnaparadís Þarna geta olíufurstarnir leikið sér í vatninu ásamt fjölskyldunni. nordicphotos/AFP

Við sunnanverðan Persaflóa, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, var í vikunni vígður nýr vatnsskemmtigarður með sundlaugum, vatnsrennibrautum og veitingastöðum.

Garðurinn heitir Iceland Water Park og má skoða herlegheitin á vefsíðunni icelandwaterpark.com.

Þetta mun vera stærsti og glæsilegasti skemmtigarður sinnar tegundar í gjörvöllum Mið-Austurlöndum.

Ekki er þó alveg víst að garðurinn sé nefndur í höfuðið á eyjunni okkar hér á norðurslóðum. Vera kann að þarna sé einungis á ferðinni almenn tilvísun til íss og kulda.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×