Körfubolti

NBA-deildin: Atlanta vann langþráðan sigur gegn Utah

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joe Johnson.
Joe Johnson. Nordic photos/AFP

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar langþráður 100-105 sigur Atlanta Hawks gegn Utah Jazz á útivelli.

Atlanta hafði ekki unnið í Salt Lake City í sautján ár eða síðan árið 1993 og biðin því orðin ansi löng.

Joe Johnson var stigahæstur hjá Atlanta með 28 stig en Josh Smith kom næstur með 18 stig.

Hjá Utah var Paul Millsap stigahæstur með 14 stig en sex aðrir leikmenn liðsins skoruðu meira en 10 stig.

Úrslitin í gærkvöldi og nótt:

Utah-Atlanta 100-105

Washington-Chicago 101-95

New York-Millwaukee 67-83

Dallas-Indiana 91-82

LA Clippers-Charlotte 98-94







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×