Sport

Íris komst ekki í mark í risasviginu - datt í miðri braut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íris Guðmundsdóttir.
Íris Guðmundsdóttir.

Fyrsta keppni Írisar Guðmundsdóttur á Ólynmpíuleikunum endaði ekki vel því hún féll í miðri brautinni í risasvigi á Vetrarólympíuleikununum í Vancouver og datt Íris því úr keppni.

Það voru 53 konur sem störtuðu í risasviginu þar af náðu 38 að klára. Andrea Fischbacher frá Austurríki varð Ólympíumeistari.

Íris er eina konan í íslenska hópnum á leikunum en í gær voru þeir Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson fyrstir Íslendinganna til að keppa á leikunum í Vancouver.

Íris mun einnig keppa í svigi á leiknum í Vancouver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×