Innlent

Neyðarástand vegna hríðar

Neyðarástand ríkti á dönsku eyjunni Borgundarhólma í gær sökum gríðarlegs fannfergis sem lamaði þar allar samgöngur.

Skortur var á snjóruðningstækjum og vörubílum en einnig var vöruskortur farinn að gera vart við sig þar sem lyf, barnamatur og dýrafóður var orðið af skornum skammti.

Snjóað hafði í fimm sólarhringa og var snjórinn víða orðinn sex metrar að dýpt. Yfirvöld áætla að þau tæki sem þó eru á eyjunni geti rutt vegi að nokkru leyti, en herlið verður mögulega kallað út til að ryðja frá húsum með handafli.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×