Körfubolti

Arenas játar sekt sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Körfuboltakappinn Gilbert Arenas hjá Washington Wizards játaði sekt sína fyrir framan dómara í dag. Hann er sakaður um að hafa borið skotvopn án þess að hafa tilskilin leyfi. Byssuna var hann með í búningsklefa Wizards. Reyndar var hann með fjórar byssur í skápnum sínum.

Hann mun í kjölfarið vera frjáls ferða sinna til 26. mars þegar dómur verður kveðinn upp yfir honum.

Afar ströng lög ríkja um skotvopn í Washington og gæti Arenas átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Hann mun þó væntanlega semja um að sinna alls kyns samfélagsþjónustu til þess að minnka refsinguna.

Arenas er þegar kominn í ótímabundið bann hjá NBA-deildinni án greiðslu. Jafnvel er talið að hann muni missa samning sinn við Wizards og að hann verði settur í bann hjá deildinni til lengri tíma.







 
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×