Körfubolti

NBA: Kobe og Gasol of öflugir fyrir Boston í fyrsta leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant í leiknum í nótt.
Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP
Los Angeles Lakers er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics eftir 102-89 sigur í fyrsta leiknum í Los Angeles í nótt. Það var mikil harka í leiknum frá byrjun en Lakers-menn gáfu ekkert eftir undir forustu þeirra Kobe Bryant og Pau Gasol.

Kobe Bryant var með 30 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og Pau Gasol bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Þetta var í ellefta sinn í síðustu tólf leikjum sem Bryant skorað 30 stig eða meira.

„Nú viljum við vinna alla leiki. Við unnum fyrsta leikinn og nú viljum við vinna leik tvö," sagði Kobe.

Kobe Bryant var sannarlega í hefndarham í þessum fyrsta leik minnugur úrslitaeinvígisins fyrir tveimur árum sem Boston vann 4-2 og gekk vel að loka á hann. Kobe fór ekki bara mikinn í sókninni heldur tók hann einnig að sér að dekka Rajon Rondo í upphafi leiks en Rondo hefur leitt Boston-sóknina í þessari úrslitakeppni.

Ron Artest sinnti líka sínu hlutverki vel og var farinn að slást við Paul Pierce eftir aðeins nokkrar sekúndur. Pierce var atkvæðamestur hjá Boston með 24 stig (13 þeirra í 4. leikhluta þegar leikurinn var búinn) og Kevin Garnett skoraði 16 stig.

Sigur Lakers var mjög öruggur, þeir unnu meðal annars fyrstu þrjá leikhlutana og voru með 20 stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann. Lakers vann frákastabaráttuna 42-31, skoraði öll 16 stig leiksins eftir sóknarfráköst og skoraði 18 fleiri stig inn í teig (48-30),



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×