Körfubolti

NBA: Boston flengt - LeBron allt í öllu hjá Cavs

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Paul Pierce var auðmjúkur eftir leik í nótt.
Paul Pierce var auðmjúkur eftir leik í nótt. Nordicphotos/Getty Images
Boston Celtics fékk stóran skell á heimavelli sínum í NBA-deildinni í nótt þegar San Antonio Spurs kom í heimsókn. Manu Ginobili var frábær í liði gestanna og var stigahæstur með 28 stig í 73-94 sigri Spurs.

Paul Pierce skoraði 18 stig fyrir Boston og sagði eftir leikinn: „Liðið sem þið horfðuð á, San Antonio, og hvernig þeir spiluðu - er einmitt eins og við spilum yfirleitt. Við fengum bara gamaldags flengingu í þessum leik."

LeBron James var allt í öllu hjá Cleveland og er þetta væntanlega hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem lesendur heyra það. Hann skoraði 34 stig í sjö stiga sigri á Sacramento Kings, þar á meðal þriggja stiga körfu þegar tvær mínútur lifðu leiks sem afgreiddi nánast leikinn.

Þá tapaði Los Angeles Clippers.

Öll úrslit næturinnar úr NBA má sjá hér fyrir neðan.

Cleveland Cavaliers97-90 Sacramento Kings

Milwaukee Bucks 108-103 Memphis Grizzlies *eftir framlengingu

Atlanta Hawks 94-84 Indiana Pacers

Detoit Pistons 103 - 110 Chicaco Bulls

Miami Heat 97 - 94 Toronto Raptors

Orlando Magic 103 - 97 Denver Nuggets

Minnesota 105 - 111 Phoenix Suns

Oklahoma Thunder 87 - 92 Portland Trailblazers

Boston Celtics 73 - 94 San Antonio Spurs

Los Angeles Clippers 103 - 121 Golden State Warriors



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×