Erlent

Foreldrar Maddýar viðstaddir réttarhöld í Portúgal

Foreldrar bresku telpunnar Madeleine McCann eru nú komnir til Portúgals tið að vera viðstaddir réttarhöld vegna bókar sem skrifuð var um hvarf dóttur þeirra. Höfundurinn er lögregluforinginn Goncalo Amaral sem í upphafi stýrði rannsókninni á hvarfi Madeleine.

Hann var loks leystur frá því verkefni. Í bókinni heldur Amaral því fram að Madeleine sé dáin og dregur í efa frásögn foreldranna af atburðarrásinni. McCann hjónin vilja að bókin verði bönnuð. Þau krefjast milljónar sterlingspunda í skaðabætur, sem þau segjast munu nota við að halda áfram, leit að dóttur sinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×