Innlent

Besta tunglmyrkvamyndin

Tunglmyrkvi Tunglmyrkvinn verður frá 7.40 til 8.54 í dag. Ef veður leyfir sést hann vel frá Íslandi.
Tunglmyrkvi Tunglmyrkvinn verður frá 7.40 til 8.54 í dag. Ef veður leyfir sést hann vel frá Íslandi.

Samkeppni Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu myndina af tunglmyrkvanum sem verður í dag frá 7.40 til 8.54.

Í fyrstu verðlaun er glæsileg Sony NEX myndavél og leikhúsmiðar í önnur og þriðju verðlaun.

Myndunum skal skila inn á netfangið ljósmyndakeppni@frettabladid.is fyrir klukkan 15 í dag.

Vinningsmyndin verður birt bæði í Fréttablaðinu á morgun og á Vísi ásamt fleiri myndum sem dómnefnd telur athyglisverðar.

Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi. Spáð er heiðskíru veðri á höfuðborgarsvæðinu. Tunglið verður tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×