Sport

Klitschko mætir ekki Valuev - Don King sökudólgurinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vitali Klitschko mætir ekki Nikolai Valuev.
Vitali Klitschko mætir ekki Nikolai Valuev. Nordic photos/AFP

Nú liggur ljóst fyrir að ekkert verður af bardaga WBC-þungavigtarmeistarans Vitali Klitschko og fyrrum WBA-þungavigtarmeistarans Nikolai Valuev.

Greint var frá því á dögunum að viðræður gengu erfiðlega en Bernd Bonte, talsmaður Klitschko, staðfesti í viðtali við Bild að samningar hafi siglt í strand fyrir fullt og allt og að það væri hnefaleikafrömuðnum Don King að kenna og engum öðrum.

King var að semja um laun Valuev fyrir bardagann og er sagður hafa heimtað litlar 500 milljónir króna í hlut Rússans hávaxna.

„Don King er snarruglaður. Hann gerði svo glórulausar kröfur fyrir hönd Valuev að það var aldrei möguleiki á að samningar myndu nást," sagði Bonte.

Þar sem að WBA-þungavigtarmeistarinn David Haye er upptekinn við bardaga gegn John Ruiz 3. apríl er talið líklegast að Klitschko, sem gaf það út nýlega að hann ætlaði að hætta á árinu, muni mæta Odlanier Soils frá Kúbu í næsta bardaga sínum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×