Erlent

Mælir með því að gullfótur verði tekinn upp

robert zoellick Tillaga forstjóra Alþjóðabankans um upptöku gullfótar hefur ekki fallið í kramið. 
Fréttablaðið/AP
robert zoellick Tillaga forstjóra Alþjóðabankans um upptöku gullfótar hefur ekki fallið í kramið. Fréttablaðið/AP

Robert Zoellick, forstjóri Alþjóðabankans, mælir með því að helstu iðnríki heims taki upp gullfót eða aðra viðmiðun fyrir gjaldmiðla landanna.

Með gullfæti er átt við það þegar gengi gjaldmiðla er tengt ákveðnu magni af gullforða sem seðlabanki hvers lands þarf að koma sér upp. Slík viðmiðun var við lýði með einum eða öðrum hætti allt frá nítjándu öld og fram til 1971.

Zoellick skrifaði um málið í breska dagblaðið Financial Times í gær en þar segir hann gullfótinn geta styrkt trú á gjaldmiðla heimsins eftir kreppuna og dregið úr verðbólgu, sem fylgt hafi fljótandi gengi.

Skrif forstjórans komu á óvart í alþjóðlegum fjármálageira í gær og vísuðu margir henni út af borðinu. Jean Claude-Trichet, aðalbankastjóri evrópska seðlabankans, sagði í samtali við fréttastofu Reuters, málið ekki hafa verið rætt á fundi hans með nokkrum af helstu seðlabankastjórum heimsins hjá Alþjóðlega greiðslumiðlunarbankans í Basel í Sviss í gær.

„Ég man eftir því að Jim Baker hafi viðrað þessa hugmynd síðast fyrir löngu síðan, þegar hann var fjármálaráðherra Bandaríkjanna á níunda áratugnum. Ég hef ekkert um þetta að segja frekar,“ sagði Trichet. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×