Fótbolti

Beckham vissi ekki að hann hefði sett upp mótmæla-trefilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham með trefilinn.
David Beckham með trefilinn. Mynd/AP
Það vakti athygli í leikslok á leik Manchester United og AC Milan í Meistaradeildinni í gær þegar David Beckham setti upp gula og græna trefilinn sem stuðningsmenn United hafa gert að táknrænum mótmælum gegn Malcolm Glazer, aðaleiganda liðsins.

„Ég er stuðningsmaður Manchester United. Ég sá bara trefilinn og setti hann um hálsinn. Það eina sem ég vissi var að þetta eru gömlu litirnir hjá Manchester United," sagði David Beckham en þetta eru litir Newton Heath sem var upprunanlegt nafn félagsins sem seinna varð að Manchester United.

„Ég hef ekkert með þessi mótmæli að gera og þau koma mér ekki við. Ég er stuðningsmaður Manchester United og stend á bak við félagið. Ég hef alltaf gert það og mun alltaf gera það. Ég skipti mér ekkert af því hvernig félagið er rekið en ég mun alltaf styðja lið félagsins," sagði David Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×