Metropolitan-óperan seldi 22,2 milljónir bíómiða 7. maí 2010 06:00 Tvær fyrstu óperurnar í Niflungahring Wagners verða á efnisskrá beinna útsendinga Metropolitan næsta vetur. Robert Lepage stýrir sviðsetningunum sem sækja myndefni sitt til Íslands. Mynd/AFP Um helgina var greint frá því að sýningar Metropolitan-óperunnar í kvikmyndahúsum um víða veröld hafa aldrei verið vinsælli en á þeirri leiktíð sem nú er lokið. Hér á landi hafa sýningarnar átt vaxandi vinsældum að fagna meðal óperuaðdáenda sem hafa sótt sýningarnar í Kringlubíói en þar er boðið upp á fullkomin gæði í beinni útsendingu frá óperunni í New York. Miðasala í ár taldi 22,2 milljónir miða og jókst aðsókn að sýningunum um 400 þúsund miða. Níu verkefni voru á útsendingarskránni og fóru til 44 landa og í yfir 1.000 sali. Síðasta útsendingin var 1. maí. Síðasta sýningin á laugardag var Armida eftir Rossini með stjörnunni Renee Fleming sópran og tenórnum Lawrence Brownlee. Hana sáu 105 þúsund í Norður-Ameríku og 84 þúsund í Evrópu og Suður-Ameríku. Með seinkuðum útsendingum í restinni af heiminum er áætlað að 250 þúsund áhorfendur hafi séð óperuna. Hágæða útsendingar Metropolitan hafa á fimm árum náð til 5 milljón gesta. Á komandi vetri verða ellefu sýningar í boði í beinum útsendingum og hafa aldrei verið fleiri: Hefst efnisskráin á Rínargulli Wagners í nýrri sviðsetningu Kvíbekk-búans Robert Lepage hinn 9. október en eins og greint var frá fyrir alllöngu í Fréttablaðinu er leikmyndin að miklu leyti byggð á íslensku myndefni. Þetta er fyrri sviðsetning Lepage á komandi vetri á Niflungahringnum en hann lýkur einnig efnisskránni: hinn 14. maí er bein útsending á Valkyrjunum. Það er meistarinn James Levine sem stjórnar þessum verkum á móti Lepage en meðal margra þekktra söngvara í meistaraverki Wagners er sá velski listamaður Bryn Terfel. Levine fagnar nú fertugasta starfsári sínu hjá Metropolitan. Hann stjórnar þessum Wagner-verkum en einnig Don Pasquale eftir Donizetti með Önnu Netrebko hinn 13. nóvember, og Il Trovatore eftir Verdi 30. apríl. Boris Godunov eftir Mussorgsky er á dagskrá 23. október og leikstýrir Peter Stein óperunni en Valery Gergiev stjórnar og Rússar í stærstu rullum: Ekaterina Semenchuk, Aleksandrs Antonenko, Oleg Balashov, Evgeny Nikitin, René Pape, Mikhail Petrenko og Vladimir Ognovenko. Annað stórstirni úr leikstjórastétt, Nick Hytner, leikhússtjóri National í London kemur og stýrir Don Carlo sem skartar Roberto Alagnia. Annar frægur tenór kemur fram í Ifigeníu í Taris eftir Cluck í febrúar, Placido Domingo. Önnur verk í útsendingarplani Met fyrir komandi vetur eru Stúlkan að vestan eftir Pucchini, Lucia di Lammermoor eftir Donizetti, Le Comte Ory eftir Rossini, Capriccio eftir Strauss og er þá allt nefnt, en þeir sem vilja sjá hvaða söngvarar verða að syngja beint í Kringlubíói á komandi vetri gera best með að vippa sér á metoperafamily.org og leita uppi dagskrána. Þar má líka kaupa aðgang að óperum í netheimum og lesa sér til um hvað verður á sviðinu vestanhafs - og að hluta til hér heima komandi vetur. Miðasala fyrir komandi vetur er á vef Sambíóanna en á vef þeirra er hún sögð hefjast þessa dagana vilji menn kaupa sér áskrift og tryggja sér númeruð sæti. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Um helgina var greint frá því að sýningar Metropolitan-óperunnar í kvikmyndahúsum um víða veröld hafa aldrei verið vinsælli en á þeirri leiktíð sem nú er lokið. Hér á landi hafa sýningarnar átt vaxandi vinsældum að fagna meðal óperuaðdáenda sem hafa sótt sýningarnar í Kringlubíói en þar er boðið upp á fullkomin gæði í beinni útsendingu frá óperunni í New York. Miðasala í ár taldi 22,2 milljónir miða og jókst aðsókn að sýningunum um 400 þúsund miða. Níu verkefni voru á útsendingarskránni og fóru til 44 landa og í yfir 1.000 sali. Síðasta útsendingin var 1. maí. Síðasta sýningin á laugardag var Armida eftir Rossini með stjörnunni Renee Fleming sópran og tenórnum Lawrence Brownlee. Hana sáu 105 þúsund í Norður-Ameríku og 84 þúsund í Evrópu og Suður-Ameríku. Með seinkuðum útsendingum í restinni af heiminum er áætlað að 250 þúsund áhorfendur hafi séð óperuna. Hágæða útsendingar Metropolitan hafa á fimm árum náð til 5 milljón gesta. Á komandi vetri verða ellefu sýningar í boði í beinum útsendingum og hafa aldrei verið fleiri: Hefst efnisskráin á Rínargulli Wagners í nýrri sviðsetningu Kvíbekk-búans Robert Lepage hinn 9. október en eins og greint var frá fyrir alllöngu í Fréttablaðinu er leikmyndin að miklu leyti byggð á íslensku myndefni. Þetta er fyrri sviðsetning Lepage á komandi vetri á Niflungahringnum en hann lýkur einnig efnisskránni: hinn 14. maí er bein útsending á Valkyrjunum. Það er meistarinn James Levine sem stjórnar þessum verkum á móti Lepage en meðal margra þekktra söngvara í meistaraverki Wagners er sá velski listamaður Bryn Terfel. Levine fagnar nú fertugasta starfsári sínu hjá Metropolitan. Hann stjórnar þessum Wagner-verkum en einnig Don Pasquale eftir Donizetti með Önnu Netrebko hinn 13. nóvember, og Il Trovatore eftir Verdi 30. apríl. Boris Godunov eftir Mussorgsky er á dagskrá 23. október og leikstýrir Peter Stein óperunni en Valery Gergiev stjórnar og Rússar í stærstu rullum: Ekaterina Semenchuk, Aleksandrs Antonenko, Oleg Balashov, Evgeny Nikitin, René Pape, Mikhail Petrenko og Vladimir Ognovenko. Annað stórstirni úr leikstjórastétt, Nick Hytner, leikhússtjóri National í London kemur og stýrir Don Carlo sem skartar Roberto Alagnia. Annar frægur tenór kemur fram í Ifigeníu í Taris eftir Cluck í febrúar, Placido Domingo. Önnur verk í útsendingarplani Met fyrir komandi vetur eru Stúlkan að vestan eftir Pucchini, Lucia di Lammermoor eftir Donizetti, Le Comte Ory eftir Rossini, Capriccio eftir Strauss og er þá allt nefnt, en þeir sem vilja sjá hvaða söngvarar verða að syngja beint í Kringlubíói á komandi vetri gera best með að vippa sér á metoperafamily.org og leita uppi dagskrána. Þar má líka kaupa aðgang að óperum í netheimum og lesa sér til um hvað verður á sviðinu vestanhafs - og að hluta til hér heima komandi vetur. Miðasala fyrir komandi vetur er á vef Sambíóanna en á vef þeirra er hún sögð hefjast þessa dagana vilji menn kaupa sér áskrift og tryggja sér númeruð sæti. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira