Fjör á frístundaheimilum 2. september 2010 06:00 Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun