Körfubolti

Tim Duncan flottur i stórsigri San Antonio á meisturum Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tim Duncan og félagar minntu á sig í nótt.
Tim Duncan og félagar minntu á sig í nótt. Mynd/AP

Tim Duncan skoraði 25 stig og tók 13 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 20 stiga sigur á meisturum Los Angeles Lakers, 105-85, í NBA-deildinni í nótt.

Tony Parker bætti við 22 stigum hjá Spurs en Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 23 stig. Kobe Bryant fann sig ekki frekar en í síðustu leikjum og var aðeins með 16 stig. Þetta var þriðja tap Lakers í síðustu fjórum leikjum.

Rudy Gay og Marc Gasol voru báðir með 24 stig þegar Memphis Grizzlies endaði fjögurra leikja sigurgöngu

Los Angeles Clippers með 104-102 sigri. Baron Davis var með 27 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar hjá Clippers en það dugði ekki til.

Detroit Pistons vann langþráðan sigur, þann fyrsta í 14 leikjum, þegar liðið vann 99-90 sigur á Washington Wizards. Richard Hamilton og Rodney Stuckey voru báðir með 19 stig fyrir Pistons-liðið sem hafði ekki unnið leik síðan 12. desember. Antawn Jamison var með 31 stig og 10 fráköst hjá Washington.

Stephen Jackson skoraði 16 af 43 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar lið hans Charlotte Bobcats vann 102-94 sigur á Houston Rockets. Jackson hitti úr 15 af 22 skotum sínum í leiknum en þetta var nýtt persónulegt stigamet hjá honum. Trevor Ariza var með 19 stig hjá Houston og Luis Scola bætti við 18 stigum og 14 fráköstum.

Dwight Howard var með 30 stig og 16 fráköst þegar Orlando Magic vann 109-88 sigur á Sacramento Kings. Mickael Pietrus var með 18 stig og 10 fráköst fyrir Orlando-liðið en hjá Sacramento var Tyreke Evans stigahæstur með 18 stig.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×