Fótbolti

Dani Alves á förum frá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Flest bendir til þess að brasilíski bakvörðurinn Dani Alves yfirgefi herbúðir Barcelona í janúar eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum hans við félagið.

Spænska blaðið AS segir að félagið muni í kjölfarið selja leikmanninn í janúar til þess að fá fínan pening fyrir hann.

Alves vildi fá ríflega launahækkun en þá hækkun var Barcelona ekki til í að greiða. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hann er í kjölfarið sterklega orðaður við Man. City.

Samningur Alves við Barcelona er til 2012. Hann var keyptur á 32 milljónir evra árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×