Fótbolti

Leikmenn Barcelona fluttir með þyrlu í leikinn á móti Ceuta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi er ekki óvanur því að ferðast með þyrlu.
Lionel Messi er ekki óvanur því að ferðast með þyrlu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona mætir 3. deildarliðinu Ceuta í spænska Konungsbikarnum á morgun en þetta er fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum. Xavi er meiddur og menn eins Valdés, Alves, Piqué, Busquets, Iniesta, Messi og Villa frá frí í leiknum en restin á liðinu fær "forstjóra-flutning" á staðinn.

Barcelona-liðið verður flutt í þyrlu til Ceuta sem er spænskt sjálfstjórnarhérað í Afríku, sunnan megin við Gíbraltarsund. Leikurinn fer fram á Alfonso Murube leikvanginum sem tekur 6500 manns og verður væntanlega troðfullur.

Seydou Keita er samt ekkert alltof spenntur fyrir ferðlaginu. „Ég er ekki hrifinn af flugvélum og enn minna af þyrlum en ég verð að láta mig hafa það," sagði Seydou Keita.

Leikmannahópur Barcelona verður svona: Pinto, Puyol, Abidal, Maxwell, Adriano, Mascherano, Keita, Bojan, Jeffren, Pedro, Miño, Bartra, Fontàs, Thiago, Dos Santos og Nolito. Þetta eru tíu leikmenn úr aðalliðinu auk sex leikmanna úr varaliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×