Körfubolti

LeBron James bestur annað árið í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

AP-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, hafi verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar annað árið í röð.

James var með 29,7 stig, 7,3 fráköst og 8,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Hermt er að hann muni fá verðlaunin á sunnudag í Akron-háskólanum fyrir framan stuðningsmenn Cleveland.

James er tíundi leikmaðurinn í sögu NBA sem er valinn besti leikmaður deildarinnar annað árið í röð. Hann er því kominn í flottan félagsskap með Bill Russell, Wilt Chamberlain, Kareem Abdul-Jabbar, Moses Malone, Larry Birg, Magic Johnson, Michael Jordan, Tim Duncan og Steve Nash. Russell, Chamberlain og Bird fengu þennan titil þrjú ár í röð.

Þessi tíðindi koma ekkert á óvart þar sem árið í ár er það besta á frábærum ferli James. Nú er bara spurning hversu stór sigurinn er en í fyrra fékk hann 109 af mögulegu 121 atkvæði í efsta sætið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×